@Bransaveislan
Innovation Waves er vinnudagur þar sem ætlunin er að kynna, ræða og dýpka áfram ólík verkefni sem unnin eru af einstaklingum sem starfa í umgjörð tónlistar á Íslandi. Aðalmarkmiðið er að hvetja þá sem starfa í stuðningsumhverfi tónlistar til að beita skapandi hugsun á störf sín og leita lausna við áskorunum með þverfaglegu samstarfi og aðstoð sérfræðinga. Þátttakendur munu taka þátt í vinnudegi sem hvetur til skapandi hugsunar og fá stuðning við eigin verkefni.
Starfsfólk Innovation Week mun virkja sérfræðinga sem koma bæði úr tónlistar- og frumkvöðlaheiminum með í framkvæmdina.
Markmið:
Gera umgjörð tónlistargeirans hærra undir höfði
Rækta frumkvöðla innan úr tónlist og ýta undir frekari nýsköpun á sviði lista
Gefa tónlistafólki þau tæki og tól sem þarf til að búa til viðskiptatækifæri og tekjur
Fá betri, fleiri og stöndugri fyrirtæki innan tónlistargeirans.
Styrkja og efla viðskiptaumhverfi tónlistafólks
Hvenær?
Hluti 1: Innovation Waves 31.Október ‘23
Hluti 2: Eftirfylgni með vinnustofum ‘24
Hvar?
Fenjamýri (Fundarherbergi)
@Gróska, Innovation and business growth center
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Fyrir hverja?
Þá sem vinna eða hafa hugmynd tengda stuðningsumhverfi tónlistar 🎵
Innovation Waves 🌊
31.Október 2023
Hvar? Gróska, Innovation and design center
09.00 Kick off. Þátttakendur boðnir velkomnir. Útskýring á fyrirkomulagi og dagskrá dagsins.
09.30 Örfyrirlestrar.
10.30 Þátttakendum skipt upp í hópa og vinna hugmynda hefst. Sérfræðingar aðstoða.
12:00 Hádegismatur 🍕
13:00 Kynningar - Hver og einn þátttakandi kynnir sitt verkefni, áskoranir og markmið fyrir næsta árið 🎤
14:00 Vinnusmiðju lokið
Leiðbeinendur
Leiðbeinendur
José Ramos
José Ramos skipuleggur námskeið hjá MIT Industrial Liaison Program. José er með frábæra reynslu í rannsóknum og þróun og viðskipta-/iðnaðartæknilausnum. Eins og er með áherslu á IoT tækni, markaðsrannsóknir, fjármálalíkön, áreiðanleikakannanir, orkunýtingu og sjálfbærni. José er með Bachelor of Science í vélaverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology og Master of Arts frá Boston College.
José er maður margra hatta, blandar viðskiptahliðinni við listir og hefur tekið að sér það skemmtilega hlutverk að vera partýdýrið fyrir Celebs.
Helga Waage
Helga Waage er tækniþróunarstjóri hjá Mobilitus og einn af stofnendum Gjugg viðburðakerfisins.
Hún hefur áratuga reynslu af hugbúnaðargerð fyrir tónlistariðnaðinn og hefur mikinn áhuga á samspili tækni og samfélags.
Hún er með mastersgráðu í gervigreind og er sérlega áhugasöm um þá þróun sem nú er í gangi á sviði gervigreindar og hvernig sú tækni getur gagnast tónlistariðnaðinum.
Scott Fetters
Scott Fetters er meðstofnandi og forstöðumaður 2112, miðstöð skapandi greina í Chicago sem veitir samfélögum menntunarúrræði, leiðbeiningar og aðgang að fjármagni.
Árið 2020 stofnaði hann Center for Creative Entrepreneurship, stækkaði fræðslusvið 2112 og styrkti skapandi aðila með þekkingu, færni og sambönd sem nauðsynleg eru til að ná árangri í viðskiptum.
Edda Konráðsdóttir
Edda er meðstofnandi Iceland Innovation Week. Hún býr yfir mikilli reynslu sem verkefnastjóri sem ræktar nýsköpunar- og frumkvöðlasamfélagið á norðurlöndum með því að aðstoða frumkvöðlafyrirtækjum að stækka fyrir utan landssteinana.
Síðan hún kom inn í norræna frumkvöðlasamfélagið árið 2015 er hún búin að stjórna fremstu norrænu tæknihröðlum, alþjóðlegum verkefnum ásamt því að leiðbeina hundruða frumkvöðlafyrirtækja. Hún hefur mikla ástríðu fyrir að byggja upp sterk tengsl milli norðurlandanna til að gera þau að besta stað fyrir frumkvöðlafyrirtæki að vaxa úr grasi.
Sigtryggur Baldursson
Sigtryggur Baldursson gegnir stöðu framkvæmdastjóra hjá ÚTÓN/Iceland music, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.
ÚTÓN er markaðsskrifstofa og vinnur að því að skapa tækifæri fyrir íslenska tónlist á alþjóðamörkuðum og rekur m.a. þrjár vefsíður um íslenska tónlist, www.uton.is, tonatal.is , www.icelandmusic.is, og https://www.record.iceland.is/
Hann er einnig tónlistarmaður og m.a. stofnmeðlimur Sykurmolanna, Bogomil Font og Smekkleysu útgáfunnar.
María Rut Reynisdóttir
Árið 2017 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og leiddi starf Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur á mótunarárum verkefnisins eða frá 2017 til 2022. María Rut starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar en í Janúar 2024 tekur hún við sem Framkvæmdastjóri nýrrar Tónlistarmiðstöðvar.
María Rut Reynisdóttir hefur frá árinu 2008 helgað sig störfum í listum og menningu, einkum tónlist, og hefur víðtæka reynslu sem menningarstjórnandi og sérfræðingur í menningarmálum. María var umboðsmaður Ásgeirs Trausta árin 2012 - 2017 og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna um fjögurra ára skeið og var einnig að setja saman dagskrá Iceland Airwaves árið 2010. Einnig sat María í stjórn hjá Harpa Concert and Conference Hall og var sendiherra the Nordic Culture Fund to Iceland (2019 - 2022).
Jacek Kozlovski
Jacek Kozlowski vinnur hjá Artoffact Records í Torontó en er búsettur í Reykjavík. Fyrirtækið hans hefur landað samningum við ULTRA SUNN, KEN mode, Ploho, Kælan Mikla, Cevin Key, GGGOLDDD, Cloud Rat, Front Line Assembly ásamt mörgum öðrum.
Jacek fæddist í Póllandi, ólst upp í Kanada og hefur búið í Winnipeg, Helsinki, og Reykjavík. Hann er einnig með gráðu í enskum fræðum frá University of Manitoba og University of Helsinki.
Michael Hendrix
R. Michael Hendrix er hönnuður, tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur mikla ástríðu fyrir skapandi hugsun. Sem partner og alþjóðlegur hönnunarstjóri hjá nýsköpunarstofnuninni IDEO hefur hann unnið með teymum í öllu frá heimilisvörum til öryggismála.
Sem aðstoðar prófessor hjá Berklee College of Music hefur hann kennt nemendum hvernig þeir geti fært hæfileika sína í tónlist yfir á alla þætti lífs þeirra. Einnig starfar hann sem kennari í hlutastarfu hjá Háskólanum á Bifröst og er meðhöfundur af Two Beats Ahead: What Musical Minds Teach Us About Innovaiton, skrifuð með Panos A. Panay, forseta Recording Academy, kynni af GRAMMYHe is also a part-time lecturer at Háskólinn á Bifröst and coauthor of Two Beats Ahead: What Musical Minds Teach Us About Innovation, written with Panos A. Panay, President of the Recording Academy, presenter of the GRAMMYs.