Kíktu í heimsókn til okkar í Gróðurhúsið á Lækjartorgi 15.-16. maí. Þar verður Reykjavíkurborg með opið hús og örviðburði sem setja nýsköpun í borginni í fókus.
Hvað þarf til að tryggja skapandi verkefnum frjóan jarðveg? Hvernig hlúum við að nýsköpun sem eykur lífsgæði íbúa nú og í framtíðinni? Í fjölbreyttri dagskrá getur þú kynnst ýmsum hliðum nýsköpunar í Reykjavík og hvernig hún getur vaxið og dafnað.
Dagskráin á Lækjartorgi er hluti af Iceland Innovation Week og er Reykjavíkurborg bakhjarl hátíðarinnar.